Skráning hafin á Árshóf SI
Skráning er hafin á Árshóf Samtaka iðnaðarins sem haldið verður föstudaginn 9. mars næstkomandi í Silfurbergi í Hörpu. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á hófið þar sem boðið verður upp á ljúffengan mat og skemmtilega dagskrá fyrir hóflegt verð eða aðeins 8.900 krónur á mann.
Hér er hægt að skrá sig á Árshóf SI. Við skráningu þarf að gefa upp nafn og kennitölu greiðanda, nöfn þeirra sem mæta, hvaða fyrirtæki og/eða starfsgreinahópi viðkomandi tilheyrir til að auðvelda niðurröðun á 10 manna borð og séróskir um aðalrétt en í boði er fiskréttur og grænmetisréttur fyrir þá gesti sem ekki vilja kjötrétt.
Hægt er að hafa samband við Berglindi Guðjónsdóttur, berglind@si.is, ef frekari upplýsinga er þörf.
Hófið í Hörpu hefst með léttum tónum og fordrykk kl. 19.00.