Fréttasafn



15. feb. 2019 Almennar fréttir

Skráning hafin á Iðnþing 2019

Skráning er hafin á Iðnþing 2019 sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 7. mars kl. 14.00. Hér er hægt að skrá sig. 

Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Íslenskur iðnaður í fortíð, nútíð og framtíð. Íslenskur iðnaður hefur verið órjúfanlegur hluti af sögu Íslands og verður þess minnst nú þegar 25 ár eru liðin frá stofnun Samtaka iðnaðarins. Á þinginu verður horft á það sem áunnist hefur í áranna rás, varpað verður upp myndum af stöðu dagsins í dag, auk þess sem rýnt verður í framtíðina sem er rétt handan við hornið. Þá munu forkólfar íslensk iðnaðar segja frá sinni sýn á framtíðina.