Fréttasafn29. jún. 2018 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins

Skráning er hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins sem haldinn verður miðvikudaginn 17. október í Hörpu kl. 8.30-12.00. Að viðburðinum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu. Sameiginleg dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Málstofur hefjast kl. 10.30 og standa til kl. 12. Boðið verður upp á létta hádegishressingu og netagerð að lokinni dagskrá. 

DAGSKRÁ

  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
  • Sigsteinn Grétarsson, Arctic Green Energy
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og um langa hríð yfirmaður hjá loftslagssamningi S.þ.
  • Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Á viðburðinum verða Umhverfisverðlaun atvinnulífsins afhent en hægt er að senda inn tilnefningar fram til 12. september. Það er Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem munu afhenda verðlaunin. 

Dagskrá tveggja málstofa verður birt þegar nær dregur, en annars vegar verður fjallað um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál og hins vegar grænar lausnir atvinnulífsins.

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Hér er hægt að skrá sig.