Fréttasafn



17. maí 2024 Almennar fréttir Menntun

Skrifað undir samning um stækkun Verkmenntaskólans á Akureyri

Skrifað var undir samning ríkisins og sveitarfélaga við Eyjafjörð um stækkun á húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri, VMA, í dag. Undirritunin fór fram í Gryfjunni í verkmenntaskólanum. Meðal viðstaddra voru Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, auk fulltrúa sveitarfélaganna við Eyjafjörð og fulltrúa aðildarfyrirtækja SI á Norðurlandi. 

Góður rómur var gerður að þessu framfaraskrefi sem stigið var með undirrituninni og mikil ánægja með þau áform sem í samningnum felast.

Að athöfn lokinni var boðið upp á að ganga um húsnæði skólans en í ár fagnar VMA 40 ára afmæli skólans.

IMG_3396Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

IMG_3352

IMG_3362

IMG_3375