Fréttasafn



3. feb. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi Vetnis- og rafeldsneytissamtökin

Skrifað undir viljayfirlýsingu VOR og MEDEF í Frakklandi

Vetnis- og rafeldsneytissamtökin, VOR, tóku þátt í Hydrogen Champions Dialogue sem er málstofa skipulögð af systursamtökum SI í Frakklandi, Mouvement des Entreprises de France International (MEDEF). Líkt og hjá SI eru samtökin MEDEF með starfshóp vetnis- og rafeldsneytisfyrirtækja innan sinna raða sem kallast Hydrogen Task Force, en í honum eru 140 félög sem vinna að framgangi vetnis í Frakklandi og víðar. Á málstofunni ræddu fulltrúar starfshópsins og alþjóðlegra félaga fjármögnun og framgang vetnis á heimsvísu og hvað væri hægt að gera til að leysa vandamál. 

Formaður VOR, Auður Nanna Baldvinsdóttir hjá IðunnH2 ehf, undirritaði viljayfirlýsingu við MEDEF International. Viljayfirlýsingin fjallar meðal annars um áform VOR og MEDEF um að vinna saman að undirbúningi sendinefndar frá Frakklandi á Arctic Circle í október. Auður Nanna sat einnig ráðstefnu MEDEF þar sem yfir 10 þúsund manns mættu auk þess að sitja í pallborðsumræðum í dagskrá ráðstefnunnar um fjármögnun verkefna. Þá var VOR með kynningarbás á besta stað í ráðstefnuhöllinni og sýndu ráðstefnugestir stöðunni á Íslandi mikinn áhuga. MEDEF skipulagði einnig fyrirtækjaheimsóknir til Hyliko (landflutningar), Elogen (rafgreinar), Hysetco (1.000 leigubílar í París) og Lab Crigen sem er rannsóknarstofa rekin hjá ENGIE. 

Phillipe Gautier hjá MEDEF og Auður Nanna Baldvinsdóttir hjá VOR.