4. nóv. 2016 Almennar fréttir

Skúlaverðlaunin fyrir lampaseríu úr gleri

Skúlaverðlaunin 2016 voru afhent í gær á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, afhenti verðlaunin Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur fyrir lampaseríuna „Ljóma“. Sigrún hefur rekið glerblástursvinnustofuna Gler í Bergvík á Kjalarnesi í 36 ár og er ein af fremstu glerlistamönnum Íslands.

Skúlaverðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík og eru verðlaunin styrkt af Samtökum iðnaðarins. 

Sýningin Handverk og hönnun stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 7. nóvember og eru þátttakendur 58 talsins. Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni gátu tilkynnt nýja vöru í verðlaunasamkeppnina um besta nýja hlutinn. Skilyrðin voru að hlutirnir máttu hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Tæplega tuttugu tillögur bárust og faglega valnefnd skipuðu Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður og Þóra Björk Schram textíllistamaður.

 

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.