Fréttasafn



8. apr. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Skýrsla um fjármögnun samgöngukerfisins

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins og formaður SA, afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skýrslu hópsins á kynningarfund sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins síðastliðinn föstudag. 

Á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í skýrslunni séu kynntir valkostir við fjármögnun og aðferðafræði við forgangsröðun verkefna. Á þeim grunni hafi starfshópurinn sett saman lista yfir níu flýtiframkvæmdir sem uppfylltu kröfu um umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata vegna slíkra flýtiframkvæmda. Þar kemur jafnframt fram að leiðarljós í starfi starfshópsins hafi verið að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Álag á vegi hafi aukist mikið síðustu ár en á sama tíma hafi framlög til vegagerðar verið óvenjulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna sem ber yfirskriftina Vegaframkvæmdir - leiðir til fjármögnunar.

Fundur-05-04-2019-1-Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Fundur-05-04-2019-4-Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins og formaður SA.