Fréttasafn



17. feb. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Innviðir Mannvirki

Slæm staða innviða sem reiðum okkur á fyrir útflutning

Kristján Kristjánsson ræðir við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Sprengisandi á Bylgjunni um nýja skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi. „Staðan er þessi þegar á heildina er litið þá er uppsöfnuð viðhaldsskuld komin í 680 milljarðar og var 420 milljarðar við útgáfu síðustu skýrslu,“ segir Sigurður. Hann segir að viðhaldsskuldin hafi einnig hækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. „Það sem er verra í þessu að við metum líka framtíðarhorfur, við miðum við helstu forsendur sem við þekkjum um áform þá verður staðan mögulega eins og jafnvel verri að einhverjum árum, tíu árum, liðnum. Þetta er sérstaklega slæmt því ef við horfum á þar sem er versta staðan fyrir vegakerfið, fyrir hafnir, fyrir flugvelli aðra en alþjóðaflugvelli og vatnsveitur. Þetta eru líka mjög slæmar fréttir fyrir landsbyggðina því þetta eru þeir innviðir sem við reiðum okkur mest á fyrir útsflutningsatvinnuvegina.“

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð. 

Sprengisandur á Bylgjunni, 16. febrúar 2025.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.