Fréttasafn



11. feb. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Slippurinn Akureyri gengur frá 700 milljóna króna samningi

Slippurinn Akureyri, sem er meðal aðildarfyrirtækja SI, hefur gengið frá tæplega 700 milljóna króna samningi við norsku skipa­smíðastöðina Vard um smíði á milli­dekki fyr­ir nýj­an tog­ara út­gerðar­inn­ar Nergård Hav­fiske. Þetta kemur fram á mbl.is og segir Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri fyrirtækisins, að í þessu felist klár gæðastimpill. „Það er afar ánægju­legt að hafa lokið þessu samn­inga­ferli og nú get­um við haf­ist handa. Við stefn­um að því að setja búnaðinn um borð í skipið úti í Nor­egi í sept­em­ber.“ 

Á mbl.is segir að fjöl­marg­ir aðilar komi að verk­inu, meðal annars Mar­el, Stranda, Baader, In­tech og Hol­mek. 

mbl.is, 9. febrúar 2019.