Fréttasafn11. feb. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Slippurinn Akureyri gengur frá 700 milljóna króna samningi

Slippurinn Akureyri, sem er meðal aðildarfyrirtækja SI, hefur gengið frá tæplega 700 milljóna króna samningi við norsku skipa­smíðastöðina Vard um smíði á milli­dekki fyr­ir nýj­an tog­ara út­gerðar­inn­ar Nergård Hav­fiske. Þetta kemur fram á mbl.is og segir Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri fyrirtækisins, að í þessu felist klár gæðastimpill. „Það er afar ánægju­legt að hafa lokið þessu samn­inga­ferli og nú get­um við haf­ist handa. Við stefn­um að því að setja búnaðinn um borð í skipið úti í Nor­egi í sept­em­ber.“ 

Á mbl.is segir að fjöl­marg­ir aðilar komi að verk­inu, meðal annars Mar­el, Stranda, Baader, In­tech og Hol­mek. 

mbl.is, 9. febrúar 2019.