Fréttasafn



20. sep. 2016 Iðnaður og hugverk

Slush Play og X-Hugvit bjóða í partý

Slush Play ráðstefnan sem fer fram dagana 29.-30. september í Austurbæ endar á föstudagskvöldinu með partýi í Hvalasafninu við Grandagarð kl. 20:00-01:30. Slush Play í samstarfi við X-Hugvit ætla að bjóða almenningi frítt inn á viðburðinn þar sem markmiðið er að veita fólki tækifæri til að kynnast innlendum og erlendum aðilum á sviði leikja- og sýndarveruleika og prófa upplifanir þeirra í einstöku umhverfi Hvalasafnsins. Viðburðurinn er fyrir þá sem eru 20 ára eða eldri. 

Þeir sem koma fram eru DJ Young Nazareth, Hildur, SXSXSX og Sturla Atlas. Þá ætla íslensk fyrirtæki á sviði leikja- og sýndarveruleika að bjóða gestum að prófa upplifanir sínar og tækni milli kl. 20:00-22:30. Þetta eru fyrirtækin CCP, Sólfar, Aldin Dynamics og Solid Clouds.
  
X-Hugvit er hreyfiafl sem leggur fram málefni fyrir alþingiskosningarnar. Hugmyndin að baki hreyfingunni varð til í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins en Hugverkaráð var stofnað með það að markmiði að gera Ísland ákjósanlegan stað fyrir íslenskt hugvit.

Nánar um X-Hugvit. Nánar um Slush Play.