Fréttasafn



24. apr. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Snyrtifræðingar fagna lokunarstyrkjum

Við náttúrulega að sjálf sögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem að komu fram í gær til þeirra fyrirtækja sem að hafa þurft að loka sökum sóttvarnar. Það sem á kannski eftir að koma svolítið í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett um það hvort að stofurnar geta nýtt sér þetta. Þetta segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, í fréttum Bylgjunnar. Hún bendir á að reksturinn verður ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. „Á móti kemur að það er náttúrulega búið að vera að greiða laun á stofum þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar. Þannig að þetta á bara eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo er það sem er kannski ekki alveg hugsað að eftir að við megum opna aftur þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ 

Þá segir Agnes plássið vera misjafnlega mikið á þessum stofum. „Við erum ekkert með ballsali og þetta eru hlutir sem að á eftir að koma í ljós.“ Hún segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafi orðið fyrir.

Á vef Vísis er hægt að nálgast fréttina.

Einnig var rætt við Agnesi í fréttum Stöðvar 2 og er á vef Vísis hægt að horfa á fréttina. Þar segir Agnes að hún hefði viljað sjá að snyrtifræðingar féllu undir verkefnið Allir vinna þar sem neytendur geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af keyptri vinnu. Hún bendir á að það séu einungis karllægar greinar sem falli þar undir.

Stod-2-22-04-2020Agnes Ósk Guðjónsdóttir í beinni útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2.