Fréttasafn



30. jan. 2018 Almennar fréttir

Snyrtistofan Ágústa heimsótt

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, heimsótti Snyrtistofuna Ágústu í dag en stofan er meðal aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins. Á myndinni er Sigurður ásamt framkvæmdarstjóra snyrtistofunnar, Ágústu Kristjánsdóttur. 

Snyrtistofan hóf rekstur árið 1989 á Klapparstíg 16, en starfaði lengst af í Hafnarstræti 5, þangað til nýlega að hún flutti í Faxafen 5. Á snyrtistofunni starfa að meðaltali sjö starfsmenn. Í gegnum tíðina hafa að jafnaði verið um tveir nemar á samningi í snyrtifræði. Í samtali við Ágústu kom meðal annars fram að það sem hvílir einna helst á snyrtistofum um þessar mundir er lækkun tryggingagjalds.