Fréttasafn9. feb. 2018

Snyrtistofan Garðatorgi heimsótt

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, heimsótti Snyrtistofuna Garðatorgi í vikunni og tók Erna Gísladóttir, eigandi stofunnar, á móti honum. Siðastliðið haust var Snyrtistofan stækkuð og starfa nú í kringum níu snyrtifræðingar á stofunni. Erna segir að snyrtistofan hafi alltaf lagt metnað sinn í að taka nema en það er gaman að geta þess að hún hlaut nýverið viðurkenningu Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur í þriðja sinn, fyrir þjálfun og leiðsögn. Neminn hennar, Gurrý Jónsdóttir, hlaut einnig viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi. 

Á efri myndinni eru Erna Gísladóttir og Sigurður Hannesson.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Ernu og Gurrý með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þegar viðurkenningarnar voru afhentar.

Snyrtistofan-Gardatorgi-feb-2018