Fréttasafn



11. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

SSP og SI efna til hraðstefnumóts í Nýsköpunarvikunni

Samtök sprotafyrirtækja og Samtök iðnaðarins efna til hraðstefnumóts í Nýsköpunarvikunni sem fer fram dagana 22.-26. maí í Grósku. Á hraðstefnumótinu sem fer fram miðvikudaginn 25. maí kl. 15.30-16.30 verða eftirtaldir meðal þeirra sem munu veita frumkvöðlum innblástur og gefa góð ráð: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðmundur Fertram, forstjóri Kerecis, Helga Valfells hjá Crawberry, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hilmar Gunnarsson, stofnandi Arkio og raðfrumkvöðull. 

Takmörkuð sæti eru í boði og verður fyrst um sinn tekið við skráningum frá félagsmönnum Samtaka sprotafyrirtækja, SSP. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Nönnu Elísu Jakobsdóttur, viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, nanna@si.is

Hér er hægt að skrá sig á hraðstefnumótið. 

 MicrosoftTeams-image-35-