Fréttasafn



6. jan. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

Staða íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaganna boða til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu 7. janúar kl. 12 í húsnæði HMS í Borgartúni 21. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Dagskrá

  • Höfuðborgarsvæðið í hagkvæmum vexti - Ásdís Ólafsdóttir, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
  • Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur - Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur á húsnæðissviði HMS
  • Byggjum í takt við þarfir - Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Fundarstjóri: Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Fundinum verður einnig streymt á www.hms.is/streymi.

Tryggd-byggd-fundir-reykjavik-2025_OK