Staða Íslands í gervigreindarkapphlaupinu
Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um þróun og áhrif gervigreindar í heiminum og stöðu Íslands í því samhengi, tækifæri og áskoranir föstudaginn 17. október kl. 12-13.30 í Grósku. Léttur hádegisverður frá kl. 11.30. Yfirskrift fundarins er Ætlum við að móta okkar eigin framtíð?
Aðalfyrirlesari er William Barney, formaður Pacific Telecommunications Council. Hann var áður forstjóri Telecom Asia og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga á sviði fjarskipta og gagnatenginga.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.