Fréttasafn



5. jún. 2019 Almennar fréttir Menntun

Staða Íslands í menntamálum á opnum fyrirlestri

Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, dr. Andreas Schleicher, flytur opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands, föstudaginn næstkomandi 7. júní kl. 8.30-9.30. 

Schleicher er yfirmaður PISA-könnunarinnar en á fundinum mun hann ræða um stöðu Íslands samanborið við aðrar þjóðir. Hann hefur góða sýn yfir verkefni OECD um samspil hæfni, menntunar og samkeppnishæfni þjóða.Til dæmis PISA-könnunina sem metur hæfni 15 ára grunnskólanemenda út um allan heim - hversu vel nemendur við lok grunnskóla hafa tileinkað sér þekkingu og hæfni sem þeir þurfa á að halda í nútíma samfélagi.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Á vef SA er hægt að skrá sig. Það eru SA og HÍ sem standa að fundinum.

Á vef RÚV er hægt að horfa á viðtal við dr. Schleicher. 

Ruv-klipp