Fréttasafn17. nóv. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Starfshópur um húsnæðislausnir fyrir Grindvíkinga

Innviðaráðherra hefur skipað í starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins

Í starfshópnum eru: 

 • Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, formaður,
 • Valdís Ösp Árnadóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verkefnisstjóri,
 • Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar,
 • Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar,
 • Guðmundur Axel Hansen, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu,
 • Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar,
 • Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu,
 • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
 • Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
 • Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar,
 • Óskar Jósefsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna.

Með hópnum starfa Helgi Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri leigufélagsins Bríetar, og Kristín Sandra Karlsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu. Skipunartími starfshópsins er frá 17. nóvember og skal hópurinn skila til ráðherra greinargerð og tillögum, eftir atvikum kostnaðarmetnum, eins fljótt og auðið er en þó í síðasta lagi fyrir lok janúar 2024.