Fréttasafn29. apr. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Orka og umhverfi

Stefnumót um nýsköpun og lausnir á sviði loftslagsmála

Loftlagsmótið, vettvangur fyrir fyrirtæki og aðra aðila í nýsköpun, fer fram miðvikudaginn 4. maí í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. Sambærilegt loftlagsmóti sem haldið var á síðasta ári heppnaðist vel þegar um 100 fundir voru haldnir með 90 stofnunum og fyrirtækjum. Að viðburðinum standa Grænvangur, Rannís, Festa og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 

Í ár munum verður boðið upp á örerindi frá stuðnings- og styrktarumhverfinu auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra loftslagsmála, mun ávarpa gesti. Að því loknu eiga fyrirtæki í nýsköpun og í grænum lausnum örfundi. Aðilum gefst tækifæri til að bóka stutta fundi (15 mínútur) með öðrum aðilum, fyrirtækjum, hugmyndasmiðum, stofnunum eða öðrum. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við loftslags- og umhverfisvænni rekstur.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar og skrá sig til þátttöku. 

Dagskrá

08:30 Húsið opnar Kaffi og léttur morgunverður
09:00 Ávarp frá ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála og örerindi frá stuðnings- og styrkjaumhverfi
09:30 Stefnumót hefjast. 15 mínútna fundir fara fram í 3 klst.
12:30 Stefnumótum og dagskrá lýkur