Stefnumótun hjá Meistarafélagi húsasmiða
Góð þátttaka var á stefnumótunardegi Meistarafélags húsasmiða, MFH , sem var haldinn á Hótel Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 4. nóvember.
Fjörugar umræður sköpuðust meðal félagsmanna sem tóku þátt í í stefnumótuninni ásamt nokkrum starfsmönnum SI. Stefnumótuninni var stýrt af Arndísi Jónsdóttur, ráðgjafa hjá Change Incorporated.
Á myndinni má sjá Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, ræða við félagsmenn um fagfélögin sem eru starfandi innan Samtaka iðnaðarins.