Fréttasafn28. okt. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Stefnumótun hjá þjónustu- og handverksgreinum SI

Góð þátttaka var á stefnumótunardegi starfsgreinahópa í þjónustu- og handverksgreinum hjá Samtökum iðnaðarins sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 8. október. Á fundinum voru fulltrúar frá Ljósmyndarafélagi Íslands, Klæðskera- og kjólameistarafélaginu, Félagi íslenskra snyrtifræðinga, Félagi hársnyrtimeistara á Norðurlandi og Félagi íslenskra gullsmiða.

Uppbyggilegar umræður sköpuðust meðal félagsmanna sem tóku þátt í fundinum. Meðal umræðuefna var iðnmenntun, mikilvægi gæða og fagmennsku í iðnaði og starfsumhverfi iðnfyrirtækja.

IMG_4265

IMG_4270

IMG_4268

IMG_4267_1666966964434

IMG_4266

IMG_4269Bergþóra Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá SI, stýrði stefnumótuninni.