Fréttasafn



13. feb. 2015 Menntun

Stelpur forrita með Skema og /syst/rum

 

Skema og /sys/tur, félag kvenna í Tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík, hafa tekið höndum saman og ætla á vorönn 2015 að bjóða upp á tækninámskeið fyrir skapandi stelpur á aldrinum 16-20  ára.  Markmiðið er að kynna stelpurnar fyrir þeim möguleikum og tækifærum sem tækni og forritun opna til framtíðar og sannfæra þær um að forritun er alls engin geimvísindi heldur nýtt tungumál sem allir ættu að læra.

Hönnun og tækni – forritun eigin heimasíðna og forrita

Atvinnulífið á Íslandi sem og annars staðar skortir tæknimenntað fólk og þá ekki síst tæknimenntaðar konur. Það hallar enn mikið á hlut kvenna í upplýsingatæknigeiranum og ætla Skema og /sys/tur nú að snúa vörn í sókn og halda sérsniðið tækninámskeið og sýna ungum konum fram á möguleikana og tækifærin sem liggja í tækninámi.  Alltof lágt hlutfall stelpna velja tækninám sem framhaldsmenntun og hafa lítinn skilning á námi og störfum m.a. tölvunarfræðinga. Forritun og grunnfærni á tölvur verður lágmarks krafa í störfum framtíðarinnar og á það við öll fagsvið og atvinnugreinar. Með grunnfærni í tölvum og auknu tæknilæsi í bland við skapandi hugsun og færni í samvinnu og samskiptum þá opnast gríðarleg tækifæri fyrir ungar konur. Markmið með Hönnun og tækni námskeiði Skema og /sys/tra er meðal annars að aðstoða ungar konur við að byggja upp þessa eftirsótta færni og tengja þær við flottar og faglegar fyrirmyndir í upplýsingatæknigeiranum.

Forritun er alls ekki svo flókin 

Forritun er alls ekki svo flókin Það eina sem þarf er rökhugsun og skilningur á því hvernig hugsunin er spegluð yfir á tæknina. Á námskeiðinu læra þátttakendur undirstöðuatriði forritunar í gegnum þrívíddarumhverfið Alice þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín við gerð hreyfimynda og einfaldra tölvuleikja. Þátttakendur kynnast forritunarmálunum HTML og CSS og hanna sína eigin vefsíðu og forrit. Námskeiðið verður kennt í Háskólanum í Reykjavík alla fimmtudaga í vetur.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér:

http://www.skema.is/namskeid/honnun-og-taekni/