Fréttasafn



16. jún. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi Starfsumhverfi

Stífla í orkuframleiðslu og íbúðauppbyggingu

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í nýjasta þætti Þjóðmála. Í þættinum ræðir Gísli Freyr Valdórsson við Sigurð um orkumál og það hvort að stjórnvöld hafi sett sér óraunhæf markmið í loftslagsmálum, um uppbyggingu á íbúðamarkaði og mat á því hvaða áhrif þessi tvö atriði hafa á lífsgæði hér á landi. Þá er rætt um stöðuna á fjármálamarkaði og fyrirhugaðar sameiningar fjármálafyrirtækja, samkeppnishæfi landsins og margt annað. 

Hér er hægt að nálgast þáttinn á Spotify.