Fréttasafn20. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Stjórn Félags rafverktaka á Austurlandi endurkjörin

Aðalfundur Félags rafverktaka á Austurlandi var haldinn fyrir skömmu. Stjórn félagsins var endurkjörin en í henni sitja Svanur Freyr Jóhannsson, formaður, Hrafnkell Guðjónsson, ritari, Ómar Yngvason, gjaldkeri, og varamaður er Þórarinn Hrafnkelsson.

Á fundinum spunnust fjörugar umræður um áskoranir sem rafverktakar á svæðinu glíma við í daglegu starfi, ólöglega verktöku réttindalausra og hlutverk eftirlitsaðila.

Gestur fundarins var Jón Kjartan Kristinsson, verkefnastjóri miðlunar, tækni og skapandi greina hjá Rafmennt. Jón kynnti fyrirhuguð námskeið á vegum Rafmenntar og ræddi leiðbeiningar um hleðslu rafbíla og raflagnir því tengdu sem gefnar hafa verið út af Mannvirkjastofnun.

Felag-rafverktaka-a-Austurlandi-2-