Fréttasafn



8. okt. 2020 Almennar fréttir Félag vinnuvélaeigenda Mannvirki

Stjórn Félags vinnuvélaeigenda endurkjörin

Á aðalfundi Félags vinnuvélaeigenda sem fór fram rafrænt í gær var stjórn félagsins endurkjörin í heild sinni. Í stjórn félagsins sitja Óskar Sigvaldason, formaður, Hilmar Guðmundsson, varaformaður, Gísli Elí Guðnason, Gunnbjörn Jóhannsson, Hreinn Sigurjónsson, Óskar Guðjónsson, Pétur Kristjánsson og Vilhjálmur Þór Matthíasson.

Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hófust hélt Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri/kennari hjá Tækniskólanum, kynningu á fyrirhuguðu námi í jarðvirkjun við Tækniskólann í Hafnarfirði. Námið hefur verið eitt af aðaláherslumálum félagsins síðastliðin tvö starfsár og hefur félagið unnið hörðum höndum að því að koma slíku námi á laggirnar, ásamt samstarfsaðilum. Áætlað er að námið hefjist haustið 2021. Á myndinni hér fyrir ofan er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, sem stýrði fundinum.

Adalfundur-2020-3-Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri/kennari hjá Tækniskólanum, var með kynningu á fyrirhuguðu námi í jarðvirkjun við Tækniskólann í Hafnarfirði.

Adalfundur-2020-2-_1602149269747Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sátu á skrifstofu Samtaka iðnaðarins í Borgartúni og fundarmenn hver á sínum stað.

Adalfundur-april-2019-lokaMynd sem tekin var af stjórn á aðalfundi 2019, talið frá vinstri, Gísli Elí Guðnason, Hreinn Sigurjónsson, Gunnbjörn Jóhannsson,Hilmar Guðmundsson, varaformaður, Pétur Kristjánsson, Óskar Sigvaldason, formaður, og Óskar Guðjónsson. Á myndina vantar Vilhjálm Þór Matthíasson.