Fréttasafn10. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Stjórn FLR endurkjörin

Aðalfundur Félags löggiltra rafverktaka, FLR, var haldinn 5. október síðastliðinn. Stjórn var endurkjörin og sitja í stjórn FLR  fram að næsta aðalfundi þeir Elvar Trausti Guðmundsson, Friðrik Fannar Sigfússon, Helgi Rafnsson, Pétur Halldórsson og Sigurður Valur Pálsson.

Á fundinum voru heiðraðir þeir Magnús Valdimarsson hjá Rafeldingu  og Þorsteinn Aðalsteinsson hjá Rafviðgerðum. Var þeim þakkað fyrir hollustu og ræktarsemi við félagið um leið og þeim var þakkað fyrir störf sín til uppbyggingar á stéttinni og starfsgreininni. 

Heidursfelagar-2018Á myndinni eru Helgi Rafnsson, formaður FLR, Magnús Valdimarsson hjá Rafeldingu og Þorsteinn Aðalsteinsson hjá Rafviðgerðum sem voru heiðraðir. 

Adalfundur-2018_1539185784249Frá aðalfundi FLR.