Fréttasafn25. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Stjórn FRS endurkjörin

Stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi, FRS, var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hótel Selfossi í síðustu viku. Stjórnina skipa Magnús Gíslason, formaður, Þorgils Gunnarsson, gjaldkeri, Sölvi Ragnarsson, ritari, og Hermann Jónsson, varamaður.

Á aðalfundinum flutti Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, erindi og fræddi fundarmenn um starfsemi Rafmenntar, hvað væri efst á baugi og kynnti námskeið sem væru framundan. Eftir fundinn bauð Johan Rönning til kvöldverðar á hótelinu.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Þorgils Gunnarsson, Magnús Gíslason og Sölvi Ragnarsson.