Fréttasafn12. feb. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Stjórn Landssambands bakarameistara endurkjörin

Aðalfundur Landssambands bakarameistara, LABAK, sem haldinn var síðastliðinn laugardag var vel sóttur. Jóhannes Felixson, Hjá Jóa Fel. var endurkjörinn til næsta aðalfundar og aðrir stjórnarmenn endurkjörnir til næstu tveggja ára. Í stjórninni eiga sæti, auk formanns, Almar Þór Þorgeirsson hjá Almari bakara, Davíð Þór Vilhjálmsson hjá Gæðabakstri, Róbert Óttarsson hjá Sauðárkróksbakaríi og Sigurbjörg Sigþórsdóttir hjá Bakarameistaranum. Guðmundur Guðfinnsson hjá Brauðhúsinu og Sigurjón Héðinsson hjá Sigurjónsbakaríi eru varamenn.

Að loknum aðalfundarstörfum var efnt til vinnustofu með fulltrúum frá fyrirtækinu Manhattan Marketing þar sem var fjallað um stöðu og ímynd félagsins í nútíð og framtíð.

Stjorn_labak_2019bestStjórn LABAK, talið frá vinstri, Almar Þór Þorgeirsson, Jóhannes Felixson, Sigurbjörg Sigþórsdóttir og Davíð Þór Vilhjálmsson. Á myndina vantar Róbert Óttarsson.  

Manhattan-marketingFulltrúar frá Manhattan Marketing, talið frá vinstri, Ragnar Már Vilhjálmsson, Snorri Guðmundsson og Haraldur Daði Ragnarsson. Í speglinum sést Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá SI, taka myndina.