Fréttasafn3. okt. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Stjórn Málms á ferð um Vesturland

Stjórn Málms – samtaka fyrirtækja í málm- og skipasmíði heimsótti Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fyrir skömmu en skólinn er eini verknámsskólinn á Vesturlandi. Markmiðið með heimsókninni var að kynnast kennsluháttum í málmgreinum og skoða aðstæður í skólanum. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í tækjabúnaði málmdeildarinnar. Stjórn Málms hefur sett sér það markmið að heimsækja þá skóla sem bjóða nám í málmgreinum.

Í sömu ferð heimsótti stjórnin einnig Skagann 3X og fékk leiðsögn um fyrirtækið og kynningu á framleiðslu þess. Auk þess heimsótti stjórnin Vélsmiðju Ólafs R. Guðjónssonar.

Á myndinni hér fyrir ofan eru stjórnarmenn Málms, ásamt Þorgeiri Jósepssyni hjá Skaganum 3X, talið frá vinstri, Ólafur R. Guðjónsson, Stefán Sigurðsson, Þorgeir Jósepsson, Guðlaugur Þór Pálsson og Helgi Guðjónsson.

Heimsokn-oktober-2019-2-

Heimsokn-oktober-2019-3-
Heimsokn-oktober-2019-4-

Heimsokn-oktober-2019-5-