Fréttasafn22. feb. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Stjórn Málms heimsækir Borgarholtsskóla

Stjórn Málms heimsótti í vikunni Borgarholtsskóla og málmsvið skólans. Markmiðið með heimsókninni var að kynnast kennsluháttum og aðstöðunni ásamt því að fá upplýsingar um aðsókn í nám í málmgreinum.

Stjórn Málms hefur sett sér það að markmiði fyrir árið 2019 að heimsækja þá skóla sem bjóða nám í málmgreinum.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, Bjarni Thoroddsen hjá Stálsmiðjunni Framtak, Guðlaugur Þór Pálsson, formaður Málms, Helgi Guðjónsson hjá Marel, Anton Már Gylfason, áfangastjóri hjá Borgarholtsskóla og Aðalsteinn Ómarsson, deildarstjóri hjá Borgarholtsskóla. 

Borgarholtsskoli-februar-2019-2-