Fréttasafn18. des. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag húsasmiða

Stjórn Meistarafélags húsasmiða endurkjörin

Stjórn Meistarafélags húsasmiða, MFH, var endurkjörin á rafrænum aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni. Á fundinum voru reikningar félagsins samþykktir og umboð stjórnar endurnýjað fram til næsta aðalfundar, en einnig var skipað í fastanefndir í samræmi við samþykktir félagsins.

Í stjórn félagsins sitja Jón Sigurðsson, formaður, Einar Hauksson, varaformaður,  Svanur Karl Grjetarsson, gjaldkeri, Kristmundur Eggertsson, ritari, og Bergur lngi Arnórsson, vararitari. Í varastjórn sitja  Jens Magnús Magnússon, Magnús Sverrir Ingibergsson og Kristinn Sigurbjörnsson.

Jon2_1608283765267Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða.