Stjórn Meistarafélags húsasmiða endurkjörin
Stjórn Meistarafélags húsasmiða, MFH, var endurkjörin á vel sóttum aðalfundi félagsins sem fór fram í Húsi atvinnulífsins. Fundarstjóri var Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI.
Í stjórn félagsins eru Jón Sigurðsson, formaður, Einar Hauksson, varaformaður, Svanur Karl Grjetarsson, gjaldkeri, Kristmundur Eggertsson, ritari, og Bergur lngi Arnarsson, vararitari. Í varastjórn eru Jens Magnús Magnússon, Magnús Sverrir Ingibergsson og Kristinn Sigurbjörnsson.
Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem aðalfundur MFH felur stjórn að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir leppun jafnt innan félagsins og utan.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum flutti Hjörtur Sigurðsson, byggingarverkfræðingur M.Sc.,erindi sem hann nefndi Framtíð byggingariðnaðar þar sem hann gaf innsýn í mögulega framtíð þar sem sjálfvirkni hefur leyst mörg einhæf verkefni af hólmi.
Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, stjórnarmennirnir Jón Sigurðsson, Einar Hauksson, Svanur Karl Grjetarsson, Bergur Ingi Arnarsson, Kristmundur Eggertsson og Magnús Sverrir Ingibergsson.
Jón Sigurðsson, formaður MFH.
Hjörtur Sigurðsson, byggingarverkfræðingur M.Sc.