Fréttasafn27. okt. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Meistarafélag húsasmiða

Stjórn Meistarafélags húsasmiða endurkjörin

Stjórn Meistarafélags húsasmiða, MFH, var endurkjörin á vel sóttum aðalfundi félagsins sem fór fram í Húsi atvinnulífsins. Fundarstjóri var Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI.

Í stjórn félagsins eru Jón Sigurðsson, formaður, Einar Hauksson, varaformaður, Svanur Karl Grjetarsson, gjaldkeri, Kristmundur Eggertsson, ritari, og Bergur lngi Arnarsson, vararitari. Í varastjórn eru Jens Magnús Magnússon, Magnús Sverrir Ingibergsson og Kristinn Sigurbjörnsson. 

Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem aðalfundur MFH felur stjórn að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir leppun jafnt innan félagsins og utan. 

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum flutti Hjörtur Sigurðsson, byggingarverkfræðingur M.Sc.,erindi sem hann nefndi Framtíð byggingariðnaðar þar sem hann gaf innsýn í mögulega framtíð þar sem sjálfvirkni hefur leyst mörg einhæf verkefni af hólmi.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, stjórnarmennirnir Jón Sigurðsson, Einar Hauksson, Svanur Karl Grjetarsson, Bergur Ingi Arnarsson, Kristmundur Eggertsson og Magnús Sverrir Ingibergsson.

Fundur-oktober-2021_4Jón Sigurðsson, formaður MFH.

Fundur-oktober-2021_2

Fundur-oktober-2021_3

Fundur-oktober-2021_1Hjörtur Sigurðsson, byggingarverkfræðingur M.Sc.