Fréttasafn2. jún. 2022 Almennar fréttir Mannvirki

Stjórn Meistarafélags húsasmiða endurkjörin

Stjórn Meistarafélags húsasmiða, MFH, var endurkjörin á vel sóttum aðalfundi félagsins sem var haldinn í dag í Húsi atvinnulífsins. Í stjórn eru Jón Sigurðsson, formaður, Einar Hauksson, varaformaður, Svanur Karl Grjetarsson, gjaldkeri, Kristmundur Eggertsson, ritari, og Bergur lngi Arnarsson, meðstjórnandi. Í varastjórn eru Jens Magnús Magnússon, Magnús Sverrir Ingibergsson og Kristinn Sigurbjörnsson. Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Einar Hauksson, Bergur Ingi Arnarsson, Jón Sigurðsson, Kristmundur Eggertsson, Svanur Karl Grjetarsson og Magnús Sverrir Ingibergsson.

Á aðalfundinum flutti Jónas Þórðarson, sérfræðingur í eftirliti með fagaðilum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, erindi. Jón Freyr Sigurðsson, teymisstjóri eftirlits með fagaðilum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ásamt Jónasi svöruðu fyrirspurnum fundarmanna að erindi loknu. 

20220602_142622Jón Sigurðsson, formaður MFH.

20220602_142448Svanur Karl Grjetarsson, gjaldkeri MFH.

20220602_124703Jónas Þórðarson, sérfræðingur í eftirliti með fagaðilum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 

20220602_124218

20220602_132407