Fréttasafn17. nóv. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag Suðurlands

Stjórn Meistarafélags Suðurlands endurkjörin

Rafrænn aðalfundur Meistarafélags Suðurlands, MFS, var haldinn fyrir skömmu. Á fundinum var skýrsla stjórnar flutt og voru reikningar félagsins samþykktir. Formaður félagsins, Valdimar Bjarnason, húsasmíðameistari, var endurkjörinn. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrri aðalfundi en í henni sitja auk Valdimars, Sigurður Sigurjónsson, varaformaður, Valur Örn Gíslason, gjaldkeri, Guðlaugur Stefánsson, ritari, Baldur Pálsson, meðstjórnandi, pg Sigmundur Felixson, meðstjórnandi. Varamenn eru Arnar Ingi Ingólfsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Stefán Helgason. 

2020-adalfundur-MFS