18. des. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Múrarameistarafélag Reykjavíkur

Stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur endurkjörin

Stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Fundurinn sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað fór vel fram enda var megin tilgangur fundarins að kynna skýrslu stjórnar og kynna ársreikninga félagsins sem voru síðan samþykktir formlega.

Stjórnarmenn félagsins eru allir kjörnir til eins árs í senn og gáfu allir stjórnarmenn kost á sér áfram. Engin önnur framboð komu fram og er því engin breyting á stjórninni. Stjórnina skipa: Hannes Björnsson, formaður, Jón K. Sigurfinnsson, varaformaður, Gylfi M. Einarsson, ritari, Ævar Már Finnsson, gjaldkeri og Friðrik Hansen, meðstjórnandi.




Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.