Stjórn og starfsmenn SI á ferð um Norðurland
Stjórn og starfsmenn SI heimsóttu fjölda fyrirtækja og stofnana á ferð sinni um Norðurland 8.-9. september.
Í tilefni af ferðinni var efnt til fjölmenns hádegisverðarfundar í Hofi á Akureyri þar sem rætt var um atvinnumál og innviðauppbyggingu.
Myndin hér fyrir ofan var tekin í Slippnum á Akureyri þar sem framkvæmdastjórinn Páll Kristjánsson tók á móti hópnum. Eftirtaldir úr stjórn og starfsmannahópi SI voru í ferðinni: Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Arna Arnardóttir, gullsmiður, Bergþóra Halldórsdóttir hjá Borealis Data Center, Hjörleifur Stefánsson hjá Nesraf rafverktökum, Hjörtur Sigurðsson hjá Mynstru, Jónína Guðmundsdóttir hjá Coripharma, Karl Andreassen hjá Ístaki, Sigrún Helgadóttir hjá Norðuráli, Vignir Steinþór Halldórsson hjá Öxar, Þorsteinn Víglundsson hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, Sigþór H. Guðmundsson hjá Controlant, Sara Lind Guðbergsdóttir hjá Climeworks á Íslandi, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI, Magnús Þór Gylfason, ráðgjafi hjá SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.
Verkmenntaskólinn á Akureyri var heimsóttu og var það Benedikt Barðason skólameistari sem leiddi gestina um skólann.
Drift rekur við Strandgötu 1 miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar sem býður upp á stuðning og þjónustu við frumkvöðla í formi fjármögnunar, aðstöðu og þekkingar.
Efnt var til hádegisverðarfundar með stjórn Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi. Í félaginu eru meistara og fyrirtæki í löggiltum byggingargreinum á Norðurlandi og var stofnað árið 1928 en þá undir nafni Meistarafélags Akureyrar. Félagsmenn eru um 40 á sviði húsasmíði, rafvirkjunar, innréttinga, málunar, pípulagna, dúklagninga og múrverks.
Gagnaver atNorth á Akureyri var heimsótt en þar á sér stað mikil uppbygging. Fyrirtækið rekur gagnaver á Íslandi, í Svíþjóð og Finnlandi.
Raftákn verkfræðistofa er meðal aðildarfyrirtækja SI og er ein elsta verkfræðistofa á rafmagnssviði, stofnuð árið 1976 á Akureyri og hefur unnið að metnaðarfullum verkefnum um allan heim.
Slippurinn er meðal aðildarfyrirtækja SI og rekur skipasmíðastöð og viðgerðarstöð á Akureyri. Fyrirtækið er leiðandi í skipaþjónustu hér á landi.
Húsheild/Hyrna er með umsvifamikla starfsemi í mannvirkjagerð og húsbyggingum fyrir opinbera aðila og einstaklinga, auk þess framleiðir fyrirtæki innréttingar, glugga og hurðir.