Fréttasafn



20. apr. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

Stjórn SAMARK endurkjörin

Rafrænn aðalfundur SAMARK fór fram í morgun sem um 20 manns sátu. Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, fór með skýrslu stjórnar þar sem greint var frá stöðu áherslumála stjórnar á starfsárinu, helstu viðburðum, verkefnum og umsagnarmálum. 

Jonsi_13-320x334_1618924334191Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Jón Ólafur Ólafsson, Batteríið, formaður, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Landmótun, Aðalheiður Atladóttir, A2F, Freyr Frostason, THG, og Þorvarður L. Björgvinsson, Arkís.

Á fundinum var kosið um kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Arkitektafélags Íslands sem undirritaður var af samninganefnd SAMARK, f.h. SA, og kjaranefnd AÍ 7. apríl sl. Samningurinn hafði verið kynntur sérstaklega fyrir félagsmönnum SAMARK á félagsfundi 12. apríl sl. Samningurinn hlaut samþykki með 89,78% greiddra atkvæða á fundinum sem námu 68,7% af heildaratkvæðamagni í SAMARK.

Fundarstjóri var Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, sem er á myndinni hér fyrir ofan.

Fundur-20-04-2021-2-Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, fór með skýrslu stjórnar.