Fréttasafn



11. maí 2022 Almennar fréttir

Stjórn SI á ferð um Austurland

Stjórn Samtaka iðnaðarins heimsótti Austurland dagana 9. og 10. maí. Á ferð sinni ræddi stjórnin við forsvarsmenn fjölda fyrirtækja auk þess að fá að skoða starfsemina. Þá var efnt til hádegisverðarfundar með félagsmönnum SI og opins fundar á Hótel Valaskjálf þar sem rætt var um stöðu og horfur atvinnulífs á Austurlandi. Í samtali við forsvarsmennina eru það helst þrjú málefni sem flestir telja áskorun í rekstri þessi misserin. Í fyrsta lagi eru flestir að glíma við húsnæðisskort og þá sérstaklega á nýju húsnæði, í öðru lagi var mörgum þeirra tíðrætt um skort á sérhæfðu vinnuafli og í þriðja lagi báru menntamálin oft á góma þar sem skortur á iðn- og tæknimenntuðum er helsta áhyggjuefnið.

Fyrirtækin sem stjórn SI heimsótti eru Loðnuvinnslan, Launafl, Alcoa Fjarðaál, MVA byggingarverktakar, Brúnás, Rafey og Yggdrasill Carbon.

LodnuvinnslanFriðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, tók á móti stjórn SI á skrifstofu fyrirtækisins að Skólavegi 59 á Fáskrúðsfirði. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ágúst Þór Pétursson hjá Mannvit, Arna Arnardóttir, gullsmiður, Vignir S. Halldórsson hjá Úlfarsá, Guðrún Halla Finnsdóttir hjá Norðuráli, Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli, Hjörtur Sigurðsson hjá VSB-verkfræðistofu, Stefán Örn Kristjánsson hjá Össuri, Friðrik Mar Guðmundsson hjá Loðnuvinnslunni, Árni Sigurjónsson hjá Marel og formaður stjórnar SI, Halldór Halldórsson hjá Íslenska kalkþörungafélaginu, Jónína Guðmundsdóttir hjá Coripharma og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. 

ThordarbudStjórn SI efndi til hádegisverðarfundar með félagsmönnum í Þórðarbúð sem er húsnæði björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði.

Alcoa_1652261287864Stjórn SI var boðið að skoða starfsemi Alcoa Fjarðaáls í viðeigandi öryggisbúnaði. Forstjóri fyrirtækisins, Einar Þorsteinsson, er lengst til vinstri á myndinni.

MVA-byggingaverktakarStjórn SI skoðaði starfsemina hjá MVA byggingarverktökum á Egilsstöðum. Stefán Þór Vignisson, framkvæmdastjóri, og Magnús Baldur Kristjánsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, tóku á móti stjórn. Stefán Þór er lengst til vinstri og Magnús Baldur annar frá hægri.

BrunasStjórn SI í heimsókn hjá Brúnás á Egilsstöðum. Jón Hávarður Jónsson, framkvæmdastjóri, Viggó Skúlason, framleiðslustjóri, og Sigrún Hauksdóttir, sölumaður, tóku á móti stjórn. 

RafeyHjá Rafey á Egilsstöðum tók Hrafnkell Guðjónsson, framkvæmdastjóri, á móti stjórninni. Hrafnkell er fremst annar frá hægri.

YggdrasillStjórn SI heimsótti Yggdrasill Carbon þar sem Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður félagsins, og Ingibjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri, tóku á móti hópnum. Hilmar er fyrir miðri mynd og Ingibjörg lengst til hægri.

Heimsókn í Loðnuvinnsluna

Loðnuvinnslan var stofnuð á Fáskrúðsfirði 29. október 2001 og hóf rekstur 1. janúar 2002 eftir samruna sjávarútvegshluta og iðnaðarstarfsemi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar h/f. Fyrirtækið rekur fiskimjölsverksmiðju, frystihús, síldarsöltun og gerir út ísfisktogarann Ljósafell SU 70 og flottrolls- og nótaveiðiskipið Hoffell SU 80. Þá rekur fyrirtækið vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og trésmíðaverkstæði, frysti- og kæligeymslu og ísframleiðslu með sjálfvirkri afgreiðslu.

Lodnuvinnslan1Friðrik Mar Guðmundsson, greinir frá starfseminni.

Lodnuvinnslan2

Lodnuvinnslan3

Lodnuvinnslan3_1652274031305

Lodnuvinnslan4

 

Heimsókn í Launafl

Launafl er iðnfyrirtæki í Fjarðabyggð með fjölbreytta starfsemi í flestum greinum sem lúta að iðnaði. Launafl var stofnað 6. júní 2006 af sex fyrirtækjum á Austurlandi út af tilkomu Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið rekur vélaverkstæði, rafmagnsdeildir, blikkdeild, pípulagnir, byggingardeild og verslun. Um 100 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Launafl1Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls, segir frá starfseminni.

Launafl2

 

Launafl3Launaflsfólkið Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri, Kenneth Peter B. Svenningsen, skrifstofustjóri og fjármálastjóri, og Barbara Kubielas, aðstoðarverkstjóri í blikksmiðju. 

Launafl4

Launafl5

Launafl6Kenneth Peter B. Svenningsen, skrifstofustjóri og fjármálastjóri, segir frá starfsemi fyrirtækisins.

Heimsókn í Alcoa Fjarðaál

Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hóf rekstur álvers árið 2007. Fjarðaál er eitt nútímalegasta og
tæknivæddasta álver í heimi og er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álverið er það
stærsta á Íslandi en framleiðslugeta þess er allt að 360 þúsund tonn af áli á ári.

Alcoa2Einar Þorsteinss, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir frá starfseminni.

Alcoa3Hilmar Sigurbjörnsson, sérfræðingur í mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls, segir frá framleiðsluferli álversins.

Alcoa4

Alcoa5

Alcoa6

Alcoa7

Alcoa8

IMG_2583

IMG_2588

IMG_2586

IMG_2591

IMG_2587

Heimsókn í MVA byggingaverktaka

MVA byggingaverktakar er leiðandi í einingaframleiðslu bæði í steypu- og timbureiningum og hefur verið starfandi frá árinu 2014 en þá sameinuðu nokkrir aðilar úr verktakageiranum (MVA, HT hús og Jón Arnórsson) krafta sína og stofnuðu eitt fyrirtæki. Frá stofnun hefur MVA eflst og stækkað jafnt og þétt. Undanfarið hafa um fjörutíu starfsmenn unnið hjá fyrirtækinu.

Vma1
Vma2Stefán Þór Vignisson, framkvæmdastjóri MVA byggingarverktaka, segir frá starfseminni.

Heimsókn í Brúnás

Brúnás er í hópi stærstu innréttingaframleiðenda landsins. Brúnás–innréttingar eru framleiddar í
innréttingaverksmiðju Miðáss á Egilsstöðum en þar eru einnig aðalskrifstofur fyrirtækisins.
Framleiðslan er byggð á grunni Haga innréttinga sem rekja má til ársins 1962.

Brunas1
Brunas2
Brunas3Jón Hávarður Jónsson, framkvæmdastjóri Brúnás, segir frá starfseminni.

Brunas4Viggó Skúlason, framleiðslustjóri, segir frá framleiðsluferlinu í verksmiðjunni.

Heimsókn í Rafey

Rafey er rafverktakafyrirtæki stofnað 1989. Fyrirtækið er aðili að Samtökum rafverktaka, SART. Rafey er eitt stærsta fyrirtækið á rafmagnssviðinu á Austurlandi og hefur tekið þátt í mörgum stærstu framkvæmdum á svæðinu á síðustu árum, svo sem Fjarðaál, undirbúningi Kárahnjúkavirkjunar, húskerfi
Kárahnjúkavirkjunar, íþróttamannvirki á Egilsstöðum og sinnir viðhaldsþjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál.

Rafey2Hrafnkell Guðjónsson, framkvæmdastjóri Rafey, segir frá starfsemi fyrirtækisins.

Heimsókn í Yggdrasill Carbon

Yggdrasill Carbon var stofnað á Egilsstöðum 2020 og er enn með aðalstarfsemi sína þar. Fyrirtækið vinnur að tengingu kolefnisfjármála (carbon finance) við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis. Það er gert með því að beita alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við mælingu raunávinnings einstaka verkefna sem leiðir til þess að út eru gefnar vottaðar kolefniseiningar.

Yggdrasill2Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Yggdrasill Carbon, Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli og Arna Arnardóttir, gullsmiður.

Hádegisverðarfundur með félagsmönnum

Félagsmönnum Samtaka iðnaðarins á Austurlandi var boðið til hádegisverðarfundar í Þórðarbúð sem er húsnæði björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði. Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, höfðu stutta framsögu á fundinum en í kjölfarið urðu líflegar umræður um helstu áskoranir fyrirtækja á Austurlandi. 

Thordarbud3
Thordarbud4
Thordarbud5
Thordarbud6