Stjórn SI á ferð um Vesturland
Stjórn Samtaka iðnaðarins lagði land undir fót og heimsótti nokkur aðildarfyrirtæki samtakanna á Vesturlandi dagana 7. og 8. júní. Fyrirtækin sem stjórnin heimsótti eru Elkem, Meitill GT Tækni, Norðurál, Trésmiðjan Akur, Blikksmiðja Guðmundar, Borgarverk og Steypustöðin. Einnig heimsótti stjórnin Nýsköpunarsetrið í Breið þróunarfélagi þar sem fundað var með bæjarstjóra Akraness og formanni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fór með stjórninni í heimsókn í Elkem, Meitil GT Tækni og Norðurál.
Stjórnin heimsótti Trésmiðjuna Akur, talið frá vinstri, Stefán Gísli Örlygsson, húsasmíðameistari hjá Trésmiðjunni Akur, Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli, Egill Jónsson hjá Össuri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Halldór Stefánsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Akur, Ágúst Þór Pétursson hjá Mannviti, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Guðrún Halla Finnsdóttir hjá Norðuráli, Vignir Steinþór Halldórsson hjá MótX, Arna Arnardóttir gullsmiður, Sigurður R. Ragnarsson hjá ÍAV og Jónína Guðmundsdóttir hjá Coripharma.
Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar, tók á móti stjórninni.
Í Borgarverki tóku Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri, og Stefanía Nindel, sviðsstjóri fjármálasviðs, á móti stjórninni.
Valdísi Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsetursins í Breið þróunarfélagi, tók á móti stjórninni, aðrir gestir fundarins voru Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, Gísli Gíslason, stjórnarformaður Nýsköpunarsetursins, og Páll Snævar Brynjarsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Gylfi Guðmundsson, þjónustustjóri hjá Meitill GT Tækni, tók á móti stjórninni.
Björn Ingi Victorsson, framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, ásamt starfsmönnum er hér með stjórninni.
Vignir Steinþór Halldórsson hjá MótX, Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls, ásamt starfsmönnum tók vel á móti stjórn SI.
