Fréttasafn29. maí 2018 Almennar fréttir

Stjórn SI á Vestfjörðum

Stjórn Samtaka iðnaðarins flaug til Ísafjarðar í morgun og gerir nú víðreist um Vestfirði. Stjórnin mun heimsækja félagsmenn og fjölmörg fyrirtæki á Vestfjörðum. Eitt þeirra eru Vestfirskir verktakar þar sem starfa 25 manns. Eigendur félagsins eru húsasmíðameistararnir Garðar Sigurgeirsson og Sveinn Ingi Guðbjörnsson. Fyrirtækið hefur komið að brúargerð í tengslum við Dýrafjarðargöng og í Bjarnarfirði á Ströndum og er hafin uppbygging á íbúðarhúsnæði á svæðinu eftir nokkurra ára hlé en húsnæði skortir á svæðinu.

Myndin hér fyrir ofan er tekin af stjórnarmönnum fyrir utan starfsstöð Vestfirskra verktaka ásamt Sveini Inga Guðbjörnssyni, öðrum eiganda fyrirtækisins. 

File1-1
File-1-003-
Vestfirskir-verktakar_1527590394867