Stjórn SI heimsækir Mylluna
Stjórn Samtaka iðnaðarins hóf árlegan jólafund sinn með heimsókn í Mylluna sem er meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Þar var vel tekið á móti hópnum og fengu stjórnarmenn tækifæri til að skoða starfsemina sem fram fer í Korputorgi. Fyrirtækið sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum fyrir neytendamarkað, hótel og veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Myllan var stofnuð 1959 og hefur því bakað brauðmeti og kökur fyrir landsmenn í 60 ár. Hjá Myllunni eru um 210 starfsmenn og fer starfsemin fram allan sólahringinn flesta daga ársins.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Daníel Óli Óðinsson, Björg Ásta Þórðardóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Magnús Hilmar Helgason, Guðrún Halla Finnsdóttir, Sigurður Hannesson, Egill Jónsson, Agnes Ósk Guðjónsdóttir, Valgerður Hrund Skúladóttir, María Bragadóttir, Árni Sigurjónsson og Birgir Örn Birgisson ásamt tveimur starfsmönnum Myllunnar, þeim Kristjáni Theodórssyni og Birni Jónssyni.