Fréttasafn



25. sep. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Stjórn SI í Washington DC

Stjórn Samtaka iðnaðarins ásamt framkvæmdastjóra, starfsmönnum og fyrrum stjórnarmönnum lögðu leið sína til Washington D.C. í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Í hópnum voru 14 manns og voru stofnanir, hugveitur og fyrirtæki heimsótt. 

Í heimsókn til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var meðal annars rætt um aðkomu Íslands að þessum stofnunum og áherslur í starfi þeirra um þessar mundir. Hópurinn hitti Íslandsteymi sjóðsins sem eru höfundar Article IV skýrslu um Ísland. Rætt var um síðustu úttekt sem gerð var í vor, áhrif á raunhagkerfið, bæði stofnana- og regluumgjörð, húsnæðismarkað, vinnumarkað og iðnað. Þá var rætt um nýsköpunarumhverfi á Íslandi, þar á meðal skattalega hvata rannsókna og þróunar. Einnig var rætt um nýlega aukna áherslu hjá sjóðnum að skoða áhrif gervigreindar.

Í heimsókn hjá hugveitunni Atlantic Council Global Energy Center var rætt um stefnu og tillögur í orkumálum til að tryggja orkuöryggi, aukna samvinnu við Evrópu og hvernig stuðla á að kolefnishlutleysi.

Í heimsókn hjá alþjóðlegu verkfræðistofunni ARUP var rætt um áhrif gervigreindar á iðngreinina.

Einnig var hugveitan Brookings heimsótt þar sem rætt var um kosningarnar í Bandaríkjunum og hvaða þýðingu úrslit hvors frambjóðanda fyrir sig myndu hafa á efnahag, öryggismál, orkumál og alþjóðasamskipti. Gervigreindin var einnig til umræðu.

Í hugveitunni Center for Strategic and International Studies var rætt um aukna áherslu á iðnaðarstefnu Bandaríkjanna og að samkeppni milli ríkja byggi að miklu leyti á hraðri tækniþróun sem hafi jafnframt áhrif á þjóðaröryggi ríkja.

Skrifstofa Kerecis í Washington var heimsótt þar sem kynnt var starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Þá heimsótti hópurinn þinghúsið, Capitol Hill, og var boðið til móttöku í sendiherrabústað Íslands í Washington þar sem nýr sendiherra Íslands, Svanhildur Hólm Valsdóttir, tók á móti hópnum.   

Hér er hópurinn hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, talið frá vinstri, Sigríður Mogensen, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Karl Andreasson, Magnús Hilmar Helgason, Bergþóra Halldórsdóttir, Arna Arnardóttir, Vignir S. Halldórsson, Árni Sigurjónsson, Sigurður R. Ragnarsson, Sigurður Hannesson, Guðrún Halla Finnsdóttir, Halldór Halldórsson, Jónína Þorbjörg Guðmundsdóttir og Hjörtur Sigurðsson.

ARUPArup. 

Atlantic-CouncilAtlantic Council Global Energy Center.

CSICCenter for Strategic and International Studies.

Kerecis2Kerecis.

Kerecis_1727190588026Kerecis.

Capitol-hillCapitol Hill.

ThinghusSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Árni Sigurjónsson, formaður SI, í þinghúsinu.

Sendiherra2

Sendiherra1Í móttöku í sendiherrabústað Íslands í Washington.