Fréttasafn20. okt. 2022 Almennar fréttir

Stjórn SI kynnir sér starfsemi fyrirtækja í Stokkhólmi

Stjórn Samtaka iðnaðarins ásamt framkvæmdastjóra og fyrrum stjórnarmönnum lögðu leið sína til Stokkhólms í Svíþjóð fyrir skömmu þar sem þau hittu forsvarsfólk systursamtaka SA í Svíþjóð Svenskt Näringsliv (Confederation of Swedish Enterprise), Teknikföretagen (Association of Swedish Engineering Industry) sem eru undirsamtök SN, Fossil Free Sweden og Útflutningsráð Svíþjóðar (Sweden National Board of Trade). Á fundunum var meðal annars rætt um samkeppnishæfni og áskoranir á sviði orkumála, kjaramála og innri markaða í Evrópu. 

Einnig kynnti hópurinn sér starfsemi nokkurra fyrirtækja í Stokkhólmi. Skrifstofur og gagnaver atNorth voru heimsótt en fyrirtækið sem er aðildarfyrirtæki SI er með starfsstöðvar bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Einnig var nýsköpunarfyrirtækið H2GreenSteel heimsótt en það er að þróa leiðir og byggja framleiðslustöð til að framleiða umhverfisvænt stál. Hópurinn heimsótti einnig höfuðstöðvar Ericsson og kynnti sér starfsemina þar, sérstaklega nýjungar á sviði fjarskipta.

IMG_4663

IMG_4691

IMG_4700