Fréttasafn  • Fáni Evrópusambandsins

26. jan. 2015 Almennar fréttir

Stjórn SI mótmælir áformum um slit aðildarviðræðna

 

Stjórn Samtaka iðnaðarins ítrekar fyrri afstöðu sína um aðildarviðræður við Evrópusambandið og mótmælir áformum ríkisstjórnar um að slíta viðræðum.

 

Í ályktun Iðnþings í mars sl. kom fram skýr vilji iðnfyrirtækja í landinu um að ljúka beri aðildarviðræðum við ESB og að þjóðin ráði úrslitum um endanlega niðurstöðu. Þetta hefur einnig komið skýrt fram í könnunum meðal félagsmanna SI. Með ákvörðun um slit færi ríkisstjórnin gegn stórum hópi iðnfyrirtækja sem vilja að skoðað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB eða utan, og hvort ekki megi ná samningum þar sem staðinn er vörður um hagsmuni Íslands.

 

Skoðanir um þetta stóra mál eru skiptar. Sú staða ýtir undir mikilvægi þess að málið sé í lýðræðislegu ferli og kjósendur geti lýst vilja sínum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins þannig getur sátt náðst um niðurstöðu málsins.

 

Samtök iðnaðarins skora á ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna að endurskoða áform sín og ýta ekki augljósum valkosti út af borðinu án nánari skoðunar.

Samþykkt á fundi stjórnar SI 26. janúar 2015