Fréttasafn30. maí 2018 Almennar fréttir

Stjórn SI skoðar Dýrafjarðargöng

Stjórn SI kynnti sér framkvæmdir vegna Dýrafjarðarganga en það er Suðurverk ásamt tékkneska verktakafyrirtækinu Metrostav sem vinna að greftri Dýrafjarðarganga. Það var Karl Garðarsson sem tók á móti stjórninni og sagði þeim frá framkvæmdinni. Suðurverk vann að greftri Norðfjarðargangna og vinnur nú að ýmsum verkefnum víða um land.

Dýrafjarðargöng leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi en sá vegur er mikill farartálmi og ekki fær á vetrum. Enn er talsverður snjór á heiðinni þrátt fyrir að nú líði að lokum maí-mánaðar og vegurinn bæði mjór og blautur. Göngin eru þannig mikilvæg til að tengja saman norðanverða og sunnanverða Vestfirði sem greiðir leið íbúa á svæðinu, ferðamanna og flutninga með vörur. Um 40 manns starfa við gangnagerðina. 

Dyrafjardargong3

Dyrafjardargong4

Dyrafjardargong2