Fréttasafn



30. maí 2018 Almennar fréttir

Stjórn SI um borð í Páli Pálssyni

Stjórn SI heimsótti HG, hraðfrystihúsið Gunnvöru  þar sem Einar Valur Kristjánsson, forstjóri fyrirtækisins, tók á móti stjórninni í Páli Pálssyni, nýsmíðuðum togara fyrirtækisins. Skipið er „grænt“ skip og eyðir mun minni olíu en forveri þess og nýtir grænar tæknilausnir með jákvæðum áhrifum á umhverfið. Í skipinu er hátæknibúnaður frá 3X Skaganum og veiðarfæri eru islensk. Íslenskur iðnaður og hugvit eru þannig nýtt til að auka virði sjávarafla og veiða. 

En þess má geta að HG hefur komið að uppbyggingu fyrirtækisins Kerecis frá upphafi en fyrirtækið sér Kerecis fyrir hráefni. Raunar mun hinn nýi Páll Palsson útvega fiskroð í vinnsluna og þannig verða aukaafurðir togarans nýttar til að græða sár víða um heim. 

Í heimsókninni hitti stjórnin Heiðu gæðastjóra, Valdimar útgerðarstjóra, Orra vélstjóra og Grétar matsvein. 

Gunnvor4

Gunnvor2

Gunnvor