Stjórn Tannsmiðafélags Íslands endurkjörin
Stjórn Tannsmiðafélags Íslands var endurkjörin á fjölmennum aðalfundi félagsins í Húsi atvinnulífsins fyrir skömmu. Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Brynjar Sæmundsson, Markus Menczynski, Snædís Ómarsdóttir, formaður, og Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari. Á myndina vantar Rakel Ástu Sigurbergsdóttur, gjaldkera.