Fréttasafn27. nóv. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Stjórnvaldssektir vegna brota á efnalögum

Á fundi Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Umhverfisstofnunar í síðustu viku var fjallað um reglugerð nr. 590/2018 um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum sem tók gildi í maí á þessu ári. Á fundinum kom fram að Umhverfisstofnun getur nú lagt stjórnvaldssektir á einstaklinga eða lögaðila sem brjóta gegn tilteknum ákvæðum efnalaganna. Kveðið er á um fjárhæð og beitingu slíkra sekta í reglugerðinni.  Á fundinum voru meðal annars sýnd dæmi um hvers konar brot geta leitt til álagningar stjórnvaldssekta. Umhverfisstofnun vinnur samkvæmt eftirlitsáætlun sem útbúin er í samræmi við efnalög og stendur fyrir eftirliti með tilteknum flokkum efnavara, sem að mestu leyti er úrtakseftirlit, en auk þess berast reglulega ábendingar í tengslum við markaðssetningu efnavara sem stofnunin fylgir eftir með eftirlitsferð.

Fundinum var streymt beint á Facebook. Hér er hægt að horfa á fundinn.

Fundur-um-efnalog-november-2018-2-

Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, kynnti efnalögin og stjórnvaldssektir sem hægt er að leggja á vegna brota á lögunum.