Fréttasafn



9. maí 2025 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Stjórnvöld setji í forgang að efla samkeppnishæfni Íslands

„Staða PCC BakkaSilicon er grafalvarleg og dregur fram þá staðreynd að það má aldrei sofna á verðinum þegar kemur að samkeppnishæfni Íslands. Heimshagkerfið er í uppnámi um þessar mundir, meðal annars vegna aukinna viðskiptahindrana – aukinna tolla – en einnig vegna þess að ríki keppast við að tryggja aðgang að hrávörum og tækni,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í forsíðufrétt Morgunblaðsins en fram hefur komið í fréttum blaðsins að fyrirtækið á í miklum rekstrarerfiðleikum og rekstrarstöðvun sé í kortunum. 

Skýrt ákall frá iðnaðinum um iðnaðarstefnu 

Sigurður segir jafnframt í fréttinni að íslensk stjórnvöld eigi að setja í algjöran forgang að efla samkeppnishæfni Íslands en samkeppnishæfni sé nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífsgæðum. „Það er skýrt ákall frá iðnaðinum hér á landi um iðnaðarstefnu, nánar tiltekið um heildstæða stefnumörkun sem tekur til orkumála, starfsumhverfis, þ.e. skatta, gjalda og regluverks, menntamála, innviðauppbyggingar og umgjarðar nýsköpunar til þess að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun.“ 

Morgunblaðið / mbl.is, 9. maí 2025.

Morgunbladid-09-05-2025_1