Fréttasafn



28. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Stjórnvöld taki ríkari ábyrgð í húsnæðismálum

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, tók þátt í Húsnæðisþingi sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Í máli Guðrúnar kom fram að vandað húsnæði á Íslandi bæri fagmennsku iðnaðarins gott vitni. Nú væru blikur á lofti þar sem vænta mætti minni umsvifa á byggingamarkaði ef ekkert yrði að gert. Hún sagði byggingariðnaðinn einkennast af sveiflum sem komi til vegna skorts á yfirsýn. Þessar sveiflur séu kostnaðarsamar fyrir samfélagið og því skipti máli að stjórnvöld taki ríkari ábyrgð á málaflokknum og stjórnsýslan verði skilvirkari. Þá nefndi hún að á komandi áratugum þurfi að byggja tugþúsundir íbúða og það þurfi að skipuleggja vel. Lifnaðarhættir og menning hafi breyst í tímans rás og því þurfi að meta hvar fólk vilji búa og hvernig fólk vilji búa.

Pallbord-5Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Pallbord-1Frá pallborðinu, talið frá vinstri, Brynja Þorgeirsdóttir sem stýrði pallborðinu, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.