Stjórnvöld taki ríkari ábyrgð í húsnæðismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, tók þátt í Húsnæðisþingi sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Í máli Guðrúnar kom fram að vandað húsnæði á Íslandi bæri fagmennsku iðnaðarins gott vitni. Nú væru blikur á lofti þar sem vænta mætti minni umsvifa á byggingamarkaði ef ekkert yrði að gert. Hún sagði byggingariðnaðinn einkennast af sveiflum sem komi til vegna skorts á yfirsýn. Þessar sveiflur séu kostnaðarsamar fyrir samfélagið og því skipti máli að stjórnvöld taki ríkari ábyrgð á málaflokknum og stjórnsýslan verði skilvirkari. Þá nefndi hún að á komandi áratugum þurfi að byggja tugþúsundir íbúða og það þurfi að skipuleggja vel. Lifnaðarhættir og menning hafi breyst í tímans rás og því þurfi að meta hvar fólk vilji búa og hvernig fólk vilji búa.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.
Frá pallborðinu, talið frá vinstri, Brynja Þorgeirsdóttir sem stýrði pallborðinu, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.